Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
   mið 15. október 2025 12:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Sést að hann á greinilega að geta spilað á hærra stigi"
Eimskip
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Landsleikirnir tveir, gegn Úkraínu og Frakklandi, voru gerðir upp í Kjaftæðinu hér á Fótbolti.net. Baldvin Már Borgarsson fékk þá Kjartan Henry Finnbogason og Aron Baldvin Þórðarson til að fara yfir leikina.

Þeir völdu Albert Guðmundsson besta leikmann landsleikjagluggans. Daníel Leó Grétarsson var svo valinn sá sem hefði komið mest á óvart.

Daníel Leó spilaði við hlið Sverris Inga Ingason í hjarta varnarinnar í báðum leikjunum og hafa þeir spilað alla leikina saman í þessari undankeppni. Daníel er þrítugur varnarmaður, örvfættur, og spilar með danska úrvalsdeildarliðinu SönderjyskE.

„Hann á greinilega inni að geta spilað á hærra stigi, það sést . Mér fannst hann frábær í þessu verkefni og er búinn að vera frábær í þessari undankeppni," segir Aron Baldvin sem er aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Víkings.

„Hann er bara no-nonsense varnarmaður, algjör plús að hafa örvfættan hafsent. Hann er varnarmaður með stóru V og við þurfum á því að halda," sagði Kjartan Henry sem er fyrrum landsliðsmaður og núverandi aðstoðarþjálfari FH. Hann hélt svo áfram.

„Ef við horfum á varnarlínuna okkar, svo það sé tekið fram þá vorkenni ég Arnari (Gunnlaugssyni) ekki neitt, þá erum við með fullri virðingu með leikmann SönderjyskE að spila 90 mínútur í flestum leikjum hjá okkur, Sverri (Inga Ingason) sem er búinn að vera svolítið inn og út með liði sínu í Grikklandi og svo erum við með Guðlaug Victor sem er ekki hægri bakvörður en getur leyst það og er að spila með Horsens (í dönsku B-deildinni). Hver er svo næstur, er það Aron Einar?" segir Kjartan sem bendir á staðan varnarlega sé ekki frábær.

Daníel ræddi við Fótbolta.net í september um möguleikann á því að fara á stærra svið.

„Að sjálfsögðu. Mín stefna er sett á að vera ofar en í Danmörku. Ef þú horfir ekki upp á við horfir þú niður á við. Maður er alltaf að reyna horfa upp, það geri ég, ég ætla ekki að vera fela það. Ef ég stend mig vel þá er aldrei að vita hvar maður geti endað," sagði Daníel.

Þáttinn má nálgast hér að neðan.
Kjaftæðið - Landsliðsuppgjör með Kjartani Henry og fyrrum aðstoðarmanni Arnars Gunnlaugs
Athugasemdir
banner