Carlo Ancelotti, þjálfari brasilíska landsliðsins, segist vera miður sín yfir meiðslum varnarmannsins Gabriel.
Gabriel, sem hefur spilað mikilvæga rullu í varnarlínu Arsenal, fór út af þegar hálftími var eftir í 2-0 sigri Brasilíu á Senegal.
Varnarmaðurinn fann til í aðfærisvöðva og þurfti skiptingu, en ekki er ljóst hvort meiðslin séu af alvarlegum toga eða ekki.
„Við vitum ekki hvort þetta sé slæmt. Hann var með vesen í aðfærisvöðva þannig læknateymið verður að athuga þetta betur á morgun. Okkur þykir þetta mjög leitt og erum mjög vonsviknir, við vonum auðvitað að þegar leikmenn meiðast að þeir nái endurheimt sem allra fyrst,“ sagði Ancelotti.
Gabriel er einn mikilvægasti maðurinn í vörn toppliðs Arsenal sem hefur aðeins fengið á sig fimm mörk í deildinni á þessari leiktíð.
Athugasemdir


