Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   lau 15. nóvember 2025 22:30
Brynjar Ingi Erluson
Íslendingaliðið með níu stig í mínus eftir fjórtán leiki
Kristófer spilar með Triestina
Kristófer spilar með Triestina
Mynd: Triestina
Ítalska C-deildarliðið Triestina gerði 1-1 jafntefli við Trento í A-riðli deildarinnar í kvöld en liðið er með níu mínusstig eftir fjórtán umferðir.

Kristófer Jónsson byrjaði á miðsvæðinu hjá Triestina og lék allan leikinn á meðan Markús Páll Ellertsson sat allan tímann á varamannabekknum.

Tímabilið hefur verið þungt hjá Triestina sem hóf það með sjö stig í mínus.

Í september var þrettán mínusstigum bætt við vegna fjárhagserfiðleika félagsins.

Áfram heldur liðið að reyna að sækja stig til að færast nær plúsnum en það gæti reynst erfitt þar sem ítalska fótboltasambandið heldur áfram að draga stig af þeim. Fyrir þremur vikum dró það þrjú stig til viðbótar og heildarfjöldi mínusstiga kominn í 23 stig.

Triestina er á botninum í A-riðli með mínus níu stig og erfitt að sjá einhverja aðra útkomu en að liðið fari beint niður í D-deildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner