Danmörk og Skotland mætast í úrslitaleik um farseðil á heimsmeistaramótið um helgina.
Danir gerðu 2-2 jafntefli við Hvíta-Rússland á Parken í kvöld og má segja að þeir hafi farið illa að ráði sínu.
Mikkel Damsgaard kom Dönum í forystu á 11. mínútu en gestirnir svöruðu á þriggja mínútna kafla í síðari hálfleik og voru óvænt komnir í 2-1.
Gustav Isaksen bjargaði stigi fyrir heimamenn þegar rúmar tíu mínútur voru eftir. Það var nóg til þess að taka toppsætið þar sem Skotar töpuðu óvænt fyrir Grikkjum, 3-2.
Þetta þýðir að Danmörk er á toppnum í C-riðli með 11 stig en Skotar í öðru með 10 stig. Þjóðirnar mætast um helgina í úrslitaleik um HM-sætið, en annað þeirra fer í umspilið.
Bosnía mun þá mæta Austurríki í úrslitaleik í H-riðli eftir að hafa unnið Rúmeníu 3-1.
Bosnía er með 16 stig í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Austurríki og þarf liðið því sigur til að komast beint á HM. Austurríki nægir jafntefli.
Sviss er þá svo gott sem komið á HM eftir 4-1 sigur á Svíþjóð.
Breel Embolo, Granit Xhaka, Dan Ndoye og Johan Manzambi skoruðu mörk Sviss á meðan Benjamin Nygren skoraði fyrir Svía.
Alexander Isak, leikmaður Liverpool, sneri aftur eftir meiðsli en hann spilaði síðasta hálftímann með Svíum.
Sviss er á toppnum í B-riðli með 13 stig og þriggja stiga forskot á Kósóvó sem vann Slóveníu 2-0 í kvöld. Sviss og Kósóvó mætast í lokaumferðinni og þyrfti Kósóvó þar stórsigur til þess að komast beint á HM, en umspilssætið er að minnsta kosti tryggt og það í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar. Svíar eru á meðan í neðsta sæti með 1 stig.
Slóvenía 0 - 2 Kósóvó
0-1 Fisnik Asllani ('6 )
0-2 Zan Karnicnik ('64 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Petar Stojanovic, Slovenia ('53)
Sviss 4 - 1 Svíþjóð
1-0 Breel Embolo ('12 )
1-1 Benjamin Nygren ('33 )
2-1 Granit Xhaka ('60 , víti)
3-1 Dan Ndoye ('75 )
4-1 Johan Manzambi ('90 )
Grikkland 3 - 2 Skotland
1-0 Anastasios Bakasetas ('7 )
2-0 Konstantinos Karetsas ('57 )
3-0 Christos Tzolis ('63 )
3-1 Ben Doak ('65 )
3-2 Ryan Christie ('70 )
Rautt spjald: Anastasios Bakasetas, Greece ('84)
Bosnia Herzegovina 3 - 1 Rúmenía
0-1 Daniel Birligea ('17 )
1-1 Edin Dzeko ('49 )
2-1 Esmir Bajraktarevic ('80 )
3-1 Haris Tabakovic ('90 )
Rautt spjald: Denis Dragus, Romania ('68)
Danmörk 2 - 2 Hvíta-Rússland
1-0 Mikkel Damsgaard ('11 )
1-1 Valeri Gromyko ('62 )
1-2 Nikita Demchenko ('65 )
2-2 Gustav Isaksen ('79 )
Athugasemdir



