PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   sun 15. desember 2019 05:55
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Spánn í dag - Valencia tekur á móti Real Madrid
Spænski boltinn heldur áfram að rúlla í dag en þar eru fimm leikir á dagskrá.

Getafe tekur á móti Real Valladolid í fyrsta leik dagsins sem hefst klukkan 11:00. Heimamenn í Evrópubaráttu en gestirnir að berjast í neðri hlutanum.

Celta Vigo og Mallorca mætast klukkan 13:00 í fallbaráttuslag. Espanyol fær Real Betis í heimsókn klukkan 15:00, heimamenn í erfiðum málum í fallsæti en gestirnir um miðja deild.

Klukkan 17:30 er komið að viðureign Sevilla sem er í 3. sæti og Villarreal, gestirnir eru í neðri hluta deildarinnar.

Flautað verður til leiks í viðureign Valencia og Real Madrid klukkan 20:00. Átta stigum munar á liðunum fyrir leikinn, Valencia er í baráttu um Meistaradeildarsæti og það er Real Madrid líka sem situr í 2. sæti deildarinnar.

Sunnudagur 15. desember.
11:00 Getafe - Valladolid
13:00 Celta - Mallorca
15:00 Espanyol - Betis
17:30 Sevilla - Villarreal (Stöð 2 Sport 4)
20:00 Valencia - Real Madrid (Stöð 2 Sport 4)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 16 13 1 2 47 20 +27 40
2 Real Madrid 15 11 3 1 32 13 +19 36
3 Villarreal 15 11 2 2 31 13 +18 35
4 Atletico Madrid 16 9 4 3 28 15 +13 31
5 Betis 15 6 6 3 25 19 +6 24
6 Espanyol 14 7 3 4 18 16 +2 24
7 Athletic 16 7 2 7 15 20 -5 23
8 Getafe 15 6 2 7 13 17 -4 20
9 Elche 15 4 7 4 18 17 +1 19
10 Alaves 15 5 3 7 13 15 -2 18
11 Vallecano 14 4 5 5 13 15 -2 17
12 Real Sociedad 15 4 4 7 19 22 -3 16
13 Celta 14 3 7 4 16 19 -3 16
14 Sevilla 14 5 1 8 19 23 -4 16
15 Mallorca 15 3 5 7 15 22 -7 14
16 Valencia 14 3 5 6 13 22 -9 14
17 Osasuna 14 3 3 8 12 18 -6 12
18 Girona 15 2 6 7 13 29 -16 12
19 Oviedo 15 2 4 9 7 22 -15 10
20 Levante 14 2 3 9 16 26 -10 9
Athugasemdir
banner