Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 16. janúar 2020 09:50
Magnús Már Einarsson
Missir Rashford af leiknum við Liverpool?
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford, framherji Manchester United, gæti misst af leiknum gegn erkifjendunum í Liverpool á sunnudaginn.

Rashford fór meiddur af velli á 80. mínútu gegn Wolves í enska bikarnum í gær, einungis sextán mínútum eftir að hann hafði komið inn á sem varamaður.

„Það voru mistök að láta hann spila en stundum verður maður að taka sénsa í þessu. Við munum prófa hann á æfingum í vikunni og sjá svo til hvort hann verður klár á sunnudaginn. Hann var í vandræðum með bakið á sér og síðan fékk hann högg sem er ekki gott," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, eftir leik.

„Hann hefur verið stórkostlegur á þessu tímabili svo við gerum allt til að hafa hann kláran á sunnudaginn. Ef ekki þá spilum við án hans."
Athugasemdir
banner
banner
banner