Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 16. janúar 2020 10:10
Magnús Már Einarsson
UEFA stillti upp í 4-2-4 til að ná Ronaldo í liðið
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
UEFA opinberaði í gær lið ársins sem var valið af stuðningsmönnum um allan heim.

Athygli vakti að liðinu var stillt upp í 4-2-4 leikkerfi með þá Lionel Messi, Sadio Mane, Robert Lewandowski og Cristiano Ronaldo fremsta.

Ástæðan ku vera sú að Ronaldo endaði á eftir Messi, Mane og Lewandowski í vali yfir fremstu menn.

UEFA vildi ekki hafa Ronaldo ekki í liðinu og því var ákveðið að fækka um einn miðjumann og spila 4-3-3.

N'Golo Kante, miðjumaður Chelsea, þurfti því að sætta sig við að detta úr liðinu á kostnað Ronaldo.

Athugasemdir
banner
banner
banner