Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
banner
   lau 16. janúar 2021 16:51
Ívan Guðjón Baldursson
England: Maupay og Antonio með sigurmörkin
Tveimur leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni þar sem Brighton hafði betur gegn nýliðum Leeds United á meðan West Ham lagði Burnley að velli.

Neal Maupay gerði eina markið í sigri Brighton á útivelli gegn Leeds. Leikurinn var tíðindalítill og skoraði Maupay snemma leiks með einu marktilraun Brighton sem hæfði rammann í leiknum.

Leeds hélt boltanum vel en fann ekki glufur á skipulagðri vörn Brighton og náðu lærisveinar Graham Potter að halda út.

Þetta var aðeins þriðji sigur Brighton á úrvalsdeildartímabilinu og er liðið með 17 stig eftir 19 umferðir, sex stigum eftir Leeds sem á leik til góða.

Leeds 0 - 1 Brighton
0-1 Neal Maupay ('17)

Á London Stadium tók Michail Antonio forystuna fyrir West Ham snemma leiks. Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliðinu og var staðan 1-0 fyrir Hamrana í leikhlé eftir jafnan fyrri hálfleik.

Jóhanni var skipt útaf í hálfleik fyrir Dwight McNeil sem komst nálægt því að skora en skot hans fór í slánna og til Robbie Brady sem skaut framhjá.

Burnley komst nokkrum sinnum nálægt því að jafna en marktilraunirnar hæfðu ekki rammann og því kom jöfnunarmarkið ekki.

Hamrarnir héldu út og nældu sér í góð stig. Lærisveinar David Moyes eru í áttunda sæti sem stendur, með 29 stig eftir 18 umferðir. Burnley er rétt fyrir ofan fallsvæðið, með 16 stig.

West Ham 1 - 0 Burnley
1-0 Michail Antonio ('9)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner