Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. janúar 2021 16:59
Ívan Guðjón Baldursson
Reykjavíkurmótið: Valur skoraði fjögur gegn Víkingi
Birkir Heimis og Siggi Dags komust á blað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 1 - 4 Valur
1-0 Birkir Heimisson
1-1 Atli Barkarson
1-2 Birkir Már Sævarsson
1-3 Sigurður Dagsson
1-4 Haukur Páll Sigurðsson

Reykjavíkurmótið er farið af stað og byrjuðu Íslandsmeistarar Vals á stórsigri gegn Víkingi R. í dag.

Valur tefldi fram skemmtilegu liði gegn Víkingi þar sem tveir byrjunarliðsmenn eru fæddir á þessari öld. Báðir komust þeir á blað í leiknum, Birkir Heimisson skoraði fyrsta markið og Sigurður Dagsson það þriðja í 1-4 sigri. Atli Barkarson gerði eina mark Víkings í leiknum.

Þórður Ingason átti slæman leik á milli stanga Víkinga og gerði slæm mistök í öðru og þriðja marki Vals. Í öðru markinu missti hann hornspyrnu fyrir fætur Birkis Más sem skoraði og í þriðja markinu átti hann að verja langskot Sigga Dags auðveldlega.

Bæði lið komust í undanúrslit Reykjavíkurmótsins í fyrra en voru svo slegin út af KR. Víkingur tapaði fyrir KR í undanúrslitum og Valur í úrslitaleiknum.

Víkingur R. endaði í tíunda sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner