sun 16. janúar 2022 13:08
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í enska: Klopp gerir tvær breytingar
Curtis Jones er í byrjunarliði Liverpool
Curtis Jones er í byrjunarliði Liverpool
Mynd: EPA
Daniel James kemur inn í lið Leeds
Daniel James kemur inn í lið Leeds
Mynd: Heimasíða Leeds
Tveir leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag en báðir hefjast klukkan 14:00. Liverpool mætir Brentford á Anfield á meðan West Ham spilar við Leeds.

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, gerir tvær breytingar frá markalausa jafnteflinu gegn Arsenal í deildabikarnum. Takumi Minamino og James Milner koma á bekkinn og koma þeir Curtis Jones og Alex Oxlade-Chamberlain inn í stað þeirra.

Enski vinstri bakvörðurinn Rico Henry snýr aftur í lið Brentford en það er eina breytingin hjá nýliðunum.

West Ham er með óbreytt lið gegn Leeds en Daniel James og Pascal Struijk koma inn í lið Leeds. Patrick Bamford er frá vegna meiðsla.

Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk, Robertson, Henderson, Fabinho, Jones, Oxlade-Chamberlain, Jota, Firmino

Brentford: Fernandez, Ajer, Jansson, Pinnock, Roerslev, Janelt, Norgaard, Baptiste, Henry, Mbeumo, Toney.



West Ham: Fabianski, Coufal, Dawson, Diop, Cresswell, Rice, Lanzini, Vlasic, Fornals, Bowen, Antonio.

Leeds: Meslier, Ayling, Struijk, Koch, Firpo, Forshaw, Dallas, Raphinha, Klich, Harrison, James.
Athugasemdir
banner
banner
banner