Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 16. janúar 2022 16:26
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Barak heitur gegn Sassuolo - Nani kynnti sig með stoðsendingu
Nani lagði upp jöfnunarmark Venezia í fyrsta leik sínum fyrir félagið
Nani lagði upp jöfnunarmark Venezia í fyrsta leik sínum fyrir félagið
Mynd: Getty Images
Antonin Barak skoraði þrennu fyrir Verona
Antonin Barak skoraði þrennu fyrir Verona
Mynd: EPA
Portúgalski vængmaðurinn Nani lagði upp mark Venezia í 1-1 jafntefli liðsins gegn Empoli í dag en þetta var fyrsti leikur hans fyrir ítalska félagið. Antonin Barak skoraði þá þrennu í 4-2 sigri Hellas Verona á Sassuolo.

Nani skrifaði undir samning við Venezia út næsta tímabil en hann kom inn af bekknum í dag.

Empoli komst yfir með marki Szymin Zurkowski á 26. mínútu en þannig var staðan þangað til Nani var skipt inná. Hann var búinn að vera inná í tæpa mínútu er hann lagði upp jöfnunarmarkið fyrir David Okereke.

Hann fékk boltann fyrir utan teiginn, lagði boltann á samherja áður en hann fékk hann aftur. Nani sendi því boltann næst á Okereke sem skoraði af stuttu færi.

Gott stig hjá Venezia í jöfnum leik gegn Empoli. Arnór Sigurðsson var á varamannabekk Venezia en kom ekki við sögu. Venezia er í 17. sæti með 18 stig.

Hellas Verona vann þá Sassuolo, 4-2. Gianluca Caprari kom gestunum yfir á 37. mínútu áður en Antonin Baraka tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks.

Markaskorarinn mikli Gianluca Scamacca minnkaði muninn á 54. mínútu en Barak svaraði með marki úr vítaspyrnu þremur mínútum síðar.

Gregoire Defrel klóraði í bakkann fyrir Sassuolo á 67. mínútu leiksins og Sassuolo að gera sig líklegt til að fá eitthvað út úr leiknum en aftur var það Barak sem eyðilagði draum þeirra og fullkomnaði þrennu sína með marki undir lok leiks.

Verona er í 10. sæti með 30 stig en Sassuolo í 12. sæti með 28 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Sassuolo 2 - 4 Verona
0-1 Gianluca Caprari ('37 )
0-2 Antonin Barak ('44 )
1-2 Gianluca Scamacca ('54 )
1-3 Antonin Barak ('57 , víti)
2-3 Gregoire Defrel ('67 )
2-4 Antonin Barak ('90 )

Venezia 1 - 1 Empoli
0-1 Szymon Zurkowski ('26 )
1-1 David Okereke ('73 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner