Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 16. apríl 2021 21:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi: Tvö töpuð stig
Mynd: Getty Images
„Tilfinningin er sú að þetta eru tvö töpuð stig miðað við færin sem við fengum og mörkin sem við fengum á okkur," sagði Gylfi Þór Sigurðsson eftir 2-2 jafntefli við Tottenham í kvöld.

Gylfi skoraði tvennu í 2-2 jafntefli gegn Tottenham.

Gylfi er auðvitað fyrrum leikmaður Tottenham en hann spilaði fyrir félagið frá 2012 til 2014. Honum finnst greinilega ekki leiðinlegt að spila gegn sínum gömlu félögum. Fyrr á tímabilinu skoraði hann eitt og lagði upp þrjú í 5-4 sigri Everton á Spurs í bikarnum.

„Við erum ánægðir með frammistöðuna en ekki sáttir með að taka ekki þrjú stig."

„Við fengum mikið af færum en það vantaði bara aðeins upp á til að klára leikinn."

Um seinna markið sitt sagði Gylfi: „Boltinn var fullkominn. Ég reyndi bara að hitta hann vel og ég gerði það."

Hægt er að sjá mörk Gylfa frá því í kvöld hérna og hérna.
Athugasemdir
banner