Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 16. apríl 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýr styrktaraðili Tottenham gerði grín að félaginu
Mynd: Getty Images
Það er óhætt að segja að samstarf Dulux og Tottenham hafi ekki byrjað sérlega vel.

Dulux er málningarframleiðandi, en í gær var tilkynnt um samstarf fyrirtækisins við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham.

Í kjölfarið ákvað Dulux að gera grín að Tottenham á samfélagsmiðlum.

Með yfirlýsingunni var birt mynd af hundi sem er eins konar lukkudýr fyrir Dulux. Einn Twitter-notandi spurði hvort að hundurinn gæti spilað miðvörð. Dulux svaraði því með því að segja: „Hann gæti kannski staðið sig betur (en núverandi miðverðir Tottenham)."

Svo gerði fyrirtækið líka grín að því að bikarskápur Tottenham væri tómur.

Dulux baðst afsökunar og kvaðst vera að rannsaka það innanbúðar hvað gerðist.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner