Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mið 16. apríl 2025 13:22
Elvar Geir Magnússon
Gabonskur landsliðsmaður féll af byggingu í Kína og lést
Aaron Boupendza í leik með Cincinnati
Aaron Boupendza í leik með Cincinnati
Mynd: EPA
Gabonski landsliðsmaðurinn Aaron Boupendza lést eftir að hafa fallið af elleftu hæð á byggingu í Kína, hann var 28 ára gamall.

Sóknarmaðurinn lék alls 35 landsleiki fyrir Gabon og lék fyrir þjóð sína í Afríkukeppninni 2021.

Boupendza gekk í raðir kínverska félagsins Zhejiang í Hangzhou frá rúmenska félaginu Rapid Búkarest í janúar.

Hann hóf feril sinn með CF Mounana í heimalandinu og lék einnig í Frakklandi, Portúgal, Tyrklandi, Katar, Sádi-Arabíu og Bandaríkjunum.

Brice Oligui Nguema, forseti Gabon, hefur skrifað minningarorð um Boupendza og lýsir honum sem hæfileikaríkum leikmanni sem hafi verið gabonskum fótbolta til mikils sóma.
Athugasemdir
banner
banner
banner