fim 16. maí 2019 14:10
Elvar Geir Magnússon
Þjóðadeildarhópur Englands - Kane og Redmond valdir
Harry Kane var valinn.
Harry Kane var valinn.
Mynd: Getty Images
Harry Kane er einn af níu leikmönnum sem eru á leið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem eru í 27 manna landsliðshópi Englands fyrir úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar.

Kane hefur ekki spilað síðan hann meiddist á vinstri ökkla í fyrri leik Tottenham gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þann 9. apríl.

„Hann er að vinna í því að vera klár fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar og við höldum hurðum opnum," segir Gareth Southgate, stjóri Englands.

Ruben Loftus-Cheek er ekki í hópnum eftir að hafa meiðst í æfingaleik í Bandaríkjunum. Callum Hudson-Odoi er einnig frá vegna meiðsla.

England leikur gegn Hollandi í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar þann 6. júní í Portúgal, fimm dögum eftir Meistaradeildarúrslitaleik Liverpool og Tottenham.

Nathan Redmond er óvænt í landsliðshópnum og Ben Chilwell og Danny Rose eru valdir framyfir Luke Shaw í vinstri bakvörðinn.

Southgate mun skera hópinn niður í 23 leikmenn þann 27. maí.

Ef England vinnur Holland mætir liðið Portúgal eða Sviss í úrslitaleiknum þann 9, júní á Drekavöllum.

Landsliðshópur Englands:

Markverðir: Jack Butland (Stoke City), Tom Heaton (Burnley), Jordan Pickford (Everton)

Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Ben Chilwell (Leicester City), Joe Gomez (Liverpool), Michael Keane (Everton), Harry Maguire (Leicester City), Danny Rose (Tottenham Hotspur), John Stones (Manchester City), Kieran Trippier (Tottenham Hotspur), Kyle Walker (Manchester City)

Miðjumenn: Dele Alli (Tottenham Hotspur), Ross Barkley (Chelsea), Fabian Delph (Manchester City), Eric Dier (Tottenham Hotspur), Jordan Henderson (Liverpool), Jesse Lingard (Manchester United), Nathan Redmond (Southampton), Declan Rice (West Ham United), James Ward-Prowse (Southampton), Harry Winks (Tottenham Hotspur)

Sóknarmenn: Harry Kane (Tottenham Hotspur), Marcus Rashford (Manchester United), Jadon Sancho (Borussia Dortmund), Raheem Sterling (Manchester City), Callum Wilson (AFC Bournemouth)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner