Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 16. maí 2021 06:00
Victor Pálsson
Telur að Taylor geti spilað fyrir England
Mynd: Getty Images
Charlie Taylor, leikmaður Burnley, getur á endanum spilað fyrir enska landsliðið að sögn Sean Dyche, þjálfara liðsins.

Taylor hefur staðið sig vel með Burnley á tímabilinu en hann lék sinn 100. leik fyrir félagið í dag gegn Leeds.

Taylor er einmitt uppalinn hjá Leeds en hann samdi við Burnley árið 2017 og á að baki tvo landsleiki fyrir U19 landslið Englands.

„Hann kemur úr akademíu þar sem bakvörðum er sagt stanslaust að gefa boltann til baka. Ef við getum fengið því breytt þá tel ég að hann geti svo sannarlega verið kandídati fyrir landsliðsþjálfarann," sagði Dyche.

„Ég er ekki að segja að hann ætti að vera í liðinu núna en hann ætti allavega að vera í hugsunum landsliðsþjálfarans."

„Þegar hann gerir þá hluti sem ég nefndi þá held ég að hann komist þangað."
Athugasemdir
banner