sun 16. maí 2021 07:30
Victor Pálsson
Tveir fyrrum leikmenn Man Utd látnir fara frá Salford
Darron Gibson.
Darron Gibson.
Mynd: Getty Images
Salford City í ensku D-deildinni hefur ákveðið að láta tvo fyrrum leikmenn Manchester United fara.

Salford er með ansi háan launapakka fyrir lið í D-deildinni en liðinu mistókst að komast í C-deildina á tímabilinu.

Leikmennirnir umtöluðu eru þeir James Wilson og Darron Gibson sem léku með Man Utd á sínum tíma.

Gibson er 33 ára gamall miðjumaður og hefur einnig leikið með Everton og Sunderland. Hann spilaði 31 deildarleik fyrir Man Utd.

Wilson er 25 ára gamall framherji og lék 15 deildarleiki fyrir Man Utd. Hann var hjá Aberdeen í Skotlandi fyrir dvölina hjá Salford.
Athugasemdir
banner
banner