Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 16. júní 2021 15:36
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Tyrkja og Wales: Demiral tekinn úr liðinu
Engin breyting hjá Wales - Under kemur inn
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Annar leikur dagsins á Evrópumótinu fer af stað innan skamms. Þar eiga Tyrkir leik við Walesverja.

Tyrkir eru án stiga eftir tap gegn Ítölum í fyrstu umferð en Wales er með eitt stig eftir jafntefli við Sviss.

Tyrkir gera tvær breytingar á sínu liði þar sem Merih Demiral, miðvörður Juventus sem átti slakan leik gegn Ítölum, dettur úr byrjunarliðinu. Kaan Ayhan, leikmaður Sassuolo, kemur inn í staðinn. Þá fær Cengiz Ünder að byrja í sóknarlínunni í stað Yusuf Yazici.

Wales breytir engu hjá sér og þarf Harry Wilson því að bíða eftir sínum fyrsta byrjunarliðsleik á stórmóti.

Liðin mætast í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan.

Tyrkland: Cakir, Celik, Ayhan, Soyuncu, Meras, Karaman, Calhanoglu, Yokuslu, Tufan, Under, Yilmaz.
Varamenn: Gunok, Bayindir, Demiral, Tokoz, Yazici, Antalyali, Kabak, Kokcu, Kahveci, Akturkoglu, Muldur, Dervisoglu.

Wales: Ward, C Roberts, Mepham, Rodon, B Davies, Allen, Morrell, Ramsey, James, Moore, Bale.
Varamenn: Hennessey, A Davies, Gunter, N Williams, Lockyer, Ampadu, Norrington-Davies, J Williams, Brooks, Levitt, T Roberts, Wilson.
Athugasemdir
banner
banner
banner