Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
   þri 16. júlí 2019 20:52
Brynjar Ingi Erluson
Eysteinn Húni: Einn af þessum dögum
Eysteinn Húni Hauksson
Eysteinn Húni Hauksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur eftir 3-0 tap gegn Magna í Inkasso-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  3 Magni

Magni vann annan leik sinn í sumar gegn Keflavík. Heimamenn voru töluvert meira með boltann en Magnamenn nýttu sín færi.

„Mér fannst við byrja þetta ágætlega en eftir leikinn þá verð ég að segja það að Magni hafði betri samstillingu og meiri karakter," sagði Eysteinn við Fótbolta.net

„Þetta var einn af þessum dögum sem margir fótboltamenn kannast við að það fóru margir lausir boltar á gula liðið. Þetta var flatt hjá okkur, byrjuðum ágætlega en ógnuðum ekki nógu mikið og þeirra skipulag gengur upp."

„Þetta er einn af þessum leikjum þar sem ég held að þeir eru ekki með mikið fleiri marktilraunir en mörk skoruð sem er vel gert hjá þeim. Við ákváðum að ráðast á þá í byrjun, vorum að koma okkur í stöður en vorum ekki að koma okkur þangað sem við þurftum að koma okkur, það er að segja inn í svæðin þar sem boltarnir voru að koma, þegar það er ekki til staðar þá vinnur þú ekki leiki og Magni átti sigurinn skilið í dag."


Eysteinn var spurður að því hvort Keflavík þurfi meiri gæði fram á við en hann segir einfaldlega að liðið hafi ekki verið nógu vel innstillt í dag.

„Ég held að það hafi verið nóg gæði inná í dag til að skora mörk. Við skoruðum þrjú mörk á þetta sama lið í fyrri umferðinni en ég held að við höfum ekki verið nógu vel innstilltir í dag. Þetta var einn af þessum dögum þar sem allt gekk upp hjá þeim og ekkert hjá okkur."

„Það kristallast í því að besti leikmaður okkar í sumar fær á sig víti fyrir eitthvað sem er mjög ólíkt honum,"
sagði Eysteinn í lokin.
Athugasemdir
banner