Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
   þri 16. júlí 2019 20:52
Brynjar Ingi Erluson
Eysteinn Húni: Einn af þessum dögum
Eysteinn Húni Hauksson
Eysteinn Húni Hauksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur eftir 3-0 tap gegn Magna í Inkasso-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  3 Magni

Magni vann annan leik sinn í sumar gegn Keflavík. Heimamenn voru töluvert meira með boltann en Magnamenn nýttu sín færi.

„Mér fannst við byrja þetta ágætlega en eftir leikinn þá verð ég að segja það að Magni hafði betri samstillingu og meiri karakter," sagði Eysteinn við Fótbolta.net

„Þetta var einn af þessum dögum sem margir fótboltamenn kannast við að það fóru margir lausir boltar á gula liðið. Þetta var flatt hjá okkur, byrjuðum ágætlega en ógnuðum ekki nógu mikið og þeirra skipulag gengur upp."

„Þetta er einn af þessum leikjum þar sem ég held að þeir eru ekki með mikið fleiri marktilraunir en mörk skoruð sem er vel gert hjá þeim. Við ákváðum að ráðast á þá í byrjun, vorum að koma okkur í stöður en vorum ekki að koma okkur þangað sem við þurftum að koma okkur, það er að segja inn í svæðin þar sem boltarnir voru að koma, þegar það er ekki til staðar þá vinnur þú ekki leiki og Magni átti sigurinn skilið í dag."


Eysteinn var spurður að því hvort Keflavík þurfi meiri gæði fram á við en hann segir einfaldlega að liðið hafi ekki verið nógu vel innstillt í dag.

„Ég held að það hafi verið nóg gæði inná í dag til að skora mörk. Við skoruðum þrjú mörk á þetta sama lið í fyrri umferðinni en ég held að við höfum ekki verið nógu vel innstilltir í dag. Þetta var einn af þessum dögum þar sem allt gekk upp hjá þeim og ekkert hjá okkur."

„Það kristallast í því að besti leikmaður okkar í sumar fær á sig víti fyrir eitthvað sem er mjög ólíkt honum,"
sagði Eysteinn í lokin.
Athugasemdir
banner