Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 16. júlí 2019 20:52
Brynjar Ingi Erluson
Eysteinn Húni: Einn af þessum dögum
Eysteinn Húni Hauksson
Eysteinn Húni Hauksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur eftir 3-0 tap gegn Magna í Inkasso-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  3 Magni

Magni vann annan leik sinn í sumar gegn Keflavík. Heimamenn voru töluvert meira með boltann en Magnamenn nýttu sín færi.

„Mér fannst við byrja þetta ágætlega en eftir leikinn þá verð ég að segja það að Magni hafði betri samstillingu og meiri karakter," sagði Eysteinn við Fótbolta.net

„Þetta var einn af þessum dögum sem margir fótboltamenn kannast við að það fóru margir lausir boltar á gula liðið. Þetta var flatt hjá okkur, byrjuðum ágætlega en ógnuðum ekki nógu mikið og þeirra skipulag gengur upp."

„Þetta er einn af þessum leikjum þar sem ég held að þeir eru ekki með mikið fleiri marktilraunir en mörk skoruð sem er vel gert hjá þeim. Við ákváðum að ráðast á þá í byrjun, vorum að koma okkur í stöður en vorum ekki að koma okkur þangað sem við þurftum að koma okkur, það er að segja inn í svæðin þar sem boltarnir voru að koma, þegar það er ekki til staðar þá vinnur þú ekki leiki og Magni átti sigurinn skilið í dag."


Eysteinn var spurður að því hvort Keflavík þurfi meiri gæði fram á við en hann segir einfaldlega að liðið hafi ekki verið nógu vel innstillt í dag.

„Ég held að það hafi verið nóg gæði inná í dag til að skora mörk. Við skoruðum þrjú mörk á þetta sama lið í fyrri umferðinni en ég held að við höfum ekki verið nógu vel innstilltir í dag. Þetta var einn af þessum dögum þar sem allt gekk upp hjá þeim og ekkert hjá okkur."

„Það kristallast í því að besti leikmaður okkar í sumar fær á sig víti fyrir eitthvað sem er mjög ólíkt honum,"
sagði Eysteinn í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner