Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   þri 16. júlí 2019 20:52
Brynjar Ingi Erluson
Eysteinn Húni: Einn af þessum dögum
Eysteinn Húni Hauksson
Eysteinn Húni Hauksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur eftir 3-0 tap gegn Magna í Inkasso-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  3 Magni

Magni vann annan leik sinn í sumar gegn Keflavík. Heimamenn voru töluvert meira með boltann en Magnamenn nýttu sín færi.

„Mér fannst við byrja þetta ágætlega en eftir leikinn þá verð ég að segja það að Magni hafði betri samstillingu og meiri karakter," sagði Eysteinn við Fótbolta.net

„Þetta var einn af þessum dögum sem margir fótboltamenn kannast við að það fóru margir lausir boltar á gula liðið. Þetta var flatt hjá okkur, byrjuðum ágætlega en ógnuðum ekki nógu mikið og þeirra skipulag gengur upp."

„Þetta er einn af þessum leikjum þar sem ég held að þeir eru ekki með mikið fleiri marktilraunir en mörk skoruð sem er vel gert hjá þeim. Við ákváðum að ráðast á þá í byrjun, vorum að koma okkur í stöður en vorum ekki að koma okkur þangað sem við þurftum að koma okkur, það er að segja inn í svæðin þar sem boltarnir voru að koma, þegar það er ekki til staðar þá vinnur þú ekki leiki og Magni átti sigurinn skilið í dag."


Eysteinn var spurður að því hvort Keflavík þurfi meiri gæði fram á við en hann segir einfaldlega að liðið hafi ekki verið nógu vel innstillt í dag.

„Ég held að það hafi verið nóg gæði inná í dag til að skora mörk. Við skoruðum þrjú mörk á þetta sama lið í fyrri umferðinni en ég held að við höfum ekki verið nógu vel innstilltir í dag. Þetta var einn af þessum dögum þar sem allt gekk upp hjá þeim og ekkert hjá okkur."

„Það kristallast í því að besti leikmaður okkar í sumar fær á sig víti fyrir eitthvað sem er mjög ólíkt honum,"
sagði Eysteinn í lokin.
Athugasemdir
banner
banner