fim 16. júlí 2020 13:23
Elvar Geir Magnússon
Fiorentina býður Mandzukic samning
Sportitalia segir líklegt að Mario Mandzukic, fyrrum sóknarmaður Juventus, gangi í raðir Fiorentina í ítölsku A-deildinni.

Króatinn er án samnings eftir að hann yfirgaf Al-Dihail í Katar fyrr í þessum mánuði.

Fiorentina hefur boðið honum tveggja ára samning með möguleika á því þriðja.

Mandzukic er 34 ára og vann Ítalíumeistaratitilinn með Juventus fjórum sinnum.

Hann fann sig illa í katarska boltanum og skoraði aðeins eitt mark í sjö leikjum.
Athugasemdir
banner