Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 16. júlí 2020 16:08
Elvar Geir Magnússon
Óli Kristjáns yfirgefur FH (Staðfest) - Nýr þjálfari kynntur í dag
Mynd: Hulda Margrét
Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari FH í knattspyrnu hefur sagt starfi sínu lausu en hann hefur ákveðið að taka við Esbjerg í dönsku B-deildinni.

„Ólafur spilaði á sínum yngri árum með FH alla leið upp í meistaraflokk en tók við þjálfun meistaraflokks félagsins árið 2017. Á síðasta tímabili kom Ólafur FH-ingum í bikarúrslit sem og ávann liðinu þáttökurétt í Evrópukeppninni 20/21," segir í tilkynningu frá FH.

„Knattspyrnudeild FH þakkar Ólafi fyrir störf sín hjá félaginu og óskar honum góðs gengis í Danmörku.
Nýr þjálfari verður tilkynntur síðar í dag."


Sterkur orðrómur er um að Logi Ólafsson verði næsti þjálfari FH og Eiður Smári Guðjohnsen verði aðstoðarþjálfari með honum.

Esbjerg féll úr dönsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Liðið fékk 22 stig, fæst allra. Esbjerg hefur skipt ört um þjálfara undanfarin ár en Ólafi hefur áður verið boðið að taka við liðinu en í það skipti hafnaði hann tilboðinu. Hann verður fjórði þjálfari liðsins á einu ári.

Esbjerg er þriðja danska liðið sem Ólafur verður aðalþjálfari hjá. Hann stýrði Nordsjælland og Randers áður en hann tók við FH af Heimi Guðjónssyni haustið 2018.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner