
Ísak Daði sem er hér vinstra megin á myndinni, ásamt Sigurði Steinari Björnssyni, er genginn í raðir Keflavíkur.
Keflavík tilkynnti í morgun að félagið hafi fengið Ísak Daða Ívarsson á láni frá toppliði Víkings.
Ísak Daði varð 19 ára gamall í byrjun mánaðarins.
Hann er uppalin hjá Víkingum.
À síðasta ári var hann hjà Venezia à làni frá Víkingum og er enn skráður félagsmaður þar.
Hann kemur því í raun til Keflavíkur frá Venezia.
Ísak Daði hóf meistaraflokksferil sinn í 7 - 0 sigri Víkings á Haukum í Mjólkurbikarnum í maí á síðasta ári.
Hann hefur leikið tvo leiki með U19 ára landsliði Íslands, vináttuleiki gegn Svíþjóð og Noregi í september.
Athugasemdir