Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 16. ágúst 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Atletico Madrid hætti við risa kaup á Rodrigo
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid hefur hætt við að kaupa framherjann Rodrigo frá Valencia.

Fréttir í vikunni sögðu að Atletico Madrid ætlaði að kaupa Rodrigo frá Valencia á 60 milljónir evra eða 54,8 milljónir punda.

Matheu Alemany, framkvæmdastjóri Valencia, greindi hins vegar frá því í dag að Atletico hefði dregið tilboðið til baka.

Hinn 28 ára gamli Rodrigo fer ekki frá Valencia og getur því spilað með liðinu gegn Real Sociedad í fyrstu umferðinni í spænsku úrvalsdeildinni um helgina. Atletico Madrid mætir Getafe í fyrstu umferðinni.

Sjá einnig:
Upphitun - Er hægt að stöðva Barcelona í La Liga?
Athugasemdir
banner
banner
banner