Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 16. ágúst 2019 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Steven Nzonzi til Galatasaray (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Galatasaray er búið að krækja í franska miðjumanninn Steven Nzonzi sem kemur á lánssamningi frá Roma.

Nzonzi var afar eftirsóttur fyrir ári síðan en Roma vann að lokum kapphlaupið og greiddi um 30 milljónir evra fyrir.

Hann var byrjunarliðsmaður hjá Roma en þótti ekki standa sig sérlega vel, undanfarin þrjú ár hafði hann verið algjör lykilmaður hjá Sevilla.

Nzonzi er 30 ára gamall og spilaði sinn fyrsta A-landsleik fyrir Frakkland haustið 2017. Hann hreif Didier Deschamps, spilaði 12 landsleiki í fyrra og varð heimsmeistari.

Galatasaray greiðir hálfa milljón evra fyrir lánssamninginn og getur keypt miðjumanninn fyrir 16 milljónir. Tyrkneska félagið getur framlengt lánið um tólf mánuði, og látið það gilda til 30. júní 2021, fyrir aðrar 500 þúsund evrur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner