Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   þri 16. ágúst 2022 21:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ólöf Sigríður: Fæ meiri spiltíma og meira traust frá þjálfaranum
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, sóknarmaður Þróttar, var hreint út sagt stórkostleg í 5-1 sigrinum gegn ÍBV í kvöld. Hún skoraði eitt og lagði upp þrjú.

„Það er gott að halda áfram á sigurbraut, við erum að byggja ofan á það sem við erum að gera og allt sem við erum að gera á æfingum er að skila sér," sagði Ólöf, eða Olla eins og hún er kölluð, í viðtali eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 5 -  1 ÍBV

„Við héldum þolinmæði, héldum í boltann, biðum eftir að svæðin opnuðumst og nýttum okkur það."

Olla hefur verið að glíma við erfið meiðsli og er hún er að koma til baka eftir það.

„Það er rosalega gaman. Það er erfitt líka og ég þarf að leggja meira á mig en ég hef áður gert. En það gerir bara litlu sigrana meira þess virði. Lykillinn að því að koma til baka er að vera jákvæð. Ég hélt áfram að mæta á leiki, mæta á æfingar og var partur af liðinu þó svo ég var meidd. Þetta var erfitt fyrir andlegu hliðina en það er mjög gaman að spila núna og ég nýtt þess."

Hún ákvað að koma alfarið yfir í Þrótt fyrir þessa leiktíð eftir að hafa verið á láni síðustu tvö árin frá Val. Af hverju tók hún þessa ákvörðun?

„Mér leið svo vel hérna. Eftir að ég fór á láni hjá í annað sinn þá ákvað ég að fara yfir. Ég fæ meiri spiltíma og meira traust frá þjálfaranum. Mér finnst það mikilvægt. Ég sé ekki neitt eftir þessari ákvörðun."

Þróttur er núna í þriðja sæti, þremur stigum frá öðru sæti. Olla segir að planið sé að vinna restina og sjá svo hvar liðið endi. Allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir