Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
   þri 16. ágúst 2022 21:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ólöf Sigríður: Fæ meiri spiltíma og meira traust frá þjálfaranum
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, sóknarmaður Þróttar, var hreint út sagt stórkostleg í 5-1 sigrinum gegn ÍBV í kvöld. Hún skoraði eitt og lagði upp þrjú.

„Það er gott að halda áfram á sigurbraut, við erum að byggja ofan á það sem við erum að gera og allt sem við erum að gera á æfingum er að skila sér," sagði Ólöf, eða Olla eins og hún er kölluð, í viðtali eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 5 -  1 ÍBV

„Við héldum þolinmæði, héldum í boltann, biðum eftir að svæðin opnuðumst og nýttum okkur það."

Olla hefur verið að glíma við erfið meiðsli og er hún er að koma til baka eftir það.

„Það er rosalega gaman. Það er erfitt líka og ég þarf að leggja meira á mig en ég hef áður gert. En það gerir bara litlu sigrana meira þess virði. Lykillinn að því að koma til baka er að vera jákvæð. Ég hélt áfram að mæta á leiki, mæta á æfingar og var partur af liðinu þó svo ég var meidd. Þetta var erfitt fyrir andlegu hliðina en það er mjög gaman að spila núna og ég nýtt þess."

Hún ákvað að koma alfarið yfir í Þrótt fyrir þessa leiktíð eftir að hafa verið á láni síðustu tvö árin frá Val. Af hverju tók hún þessa ákvörðun?

„Mér leið svo vel hérna. Eftir að ég fór á láni hjá í annað sinn þá ákvað ég að fara yfir. Ég fæ meiri spiltíma og meira traust frá þjálfaranum. Mér finnst það mikilvægt. Ég sé ekki neitt eftir þessari ákvörðun."

Þróttur er núna í þriðja sæti, þremur stigum frá öðru sæti. Olla segir að planið sé að vinna restina og sjá svo hvar liðið endi. Allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner