Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fös 16. ágúst 2024 22:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
2. deild: Skoraði tvö sjálfsmörk gegn Selfossi - Jakob Gunnar hetja Völsungs
Jakob Gunnar Sigurðsson
Jakob Gunnar Sigurðsson
Mynd: 640.is - Hafþór Hreiðarsson

Selfoss er í góðum málum á toppii 2. deildar eftir skrautlegan sigur á Reyni Sandgerði í kvöld.


Staðan var markalaus í hálfleik en Maoudo Diallo Ba, leikmaður Reynis, varð fyrir því óláni að skora tvö sjálfsmörk og að lokum vann Selfoss öruggan sigur.

Völsungur er í 2. sæti sem stendur, sex stigum á eftir Selfossi, eftir sigur á Hetti/Huginn í kvöld en markamaskínan Jakob Gunnar Sigurðsson var hetja liðsins en hann skoraði eina markið úr vítaspyrnu. Hans sautjánda mark í jafnmörgum leikjum í sumar.

Þróttur Vogum er í harðri baráttu um að komast upp í Lengjudeildina en liðið vann Ægi í kvöld.

Þróttur V. 3 - 0 Ægir
1-0 Guðni Sigþórsson ('34 )
2-0 Jón Kristinn Ingason ('79 )
3-0 Jón Kristinn Ingason ('83 )

Reynir S. 1 - 4 Selfoss
0-1 Maoudo Diallo Ba ('56 , Sjálfsmark)
0-2 Aron Lucas Vokes ('57 )
0-3 Maoudo Diallo Ba ('70 , Sjálfsmark)
0-4 Gonzalo Zamorano Leon ('79 )
1-4 Óðinn Jóhannsson ('90 )
Rautt spjald: Benedikt Jónsson , Reynir S. ('90)

Höttur/Huginn 0 - 1 Völsungur
0-1 Jakob Gunnar Sigurðsson ('68 , Mark úr víti)
Rautt spjald: Gunnar Einarsson , Höttur/Huginn ('90)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner