Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fös 16. ágúst 2024 23:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
3. deild: Öruggur sigur hjá Kára - Árbær aftur á sigurbraut
Kári er á toppnum
Kári er á toppnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kári vann fimmta leik sinn í röð í kvöld en liðið er með sjö stiga forystu á Víði á toppi deildarinnar.


Kári lagði KV sem er í mikilli fallbaráttu. Liðið er áfram fyrir ofan fallsæti eftir stórt tap Vængja Júpíters gegn Hvíta riddaranum í fallbaráttunni.

Hvíti Riddarinn reif sig úr botnsætinu með sigrinum og er komið upp fyrir Vængi Júpíters en liðin eru í tveimur neðstu sætinunum.

Árbær er aftur komið á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð í deildinni en liðið vann ÍH. Árbær er í hörku baráttu við toppinn en liðið er aðeins þremur stigum á eftir Víði en ÍH er aðeins fjórum stigum frá fallsæti.

Árbær 4 - 2 ÍH
1-0 Marko Panic ('11 )
2-0 Elvar Freyr Jónsson ('23 )
2-1 Gísli Þröstur Kristjánsson ('36 )
3-1 Jonatan Aaron Belányi ('69 )
4-1 Andi Andri Morina ('81 )
4-2 Bergþór Snær Gunnarsson ('89 )

Vængir Júpiters 1-5 Hvíti riddarinn
1-0 Dofri Snorrason ('4 )
1-1 Birkir Þór Guðmundsson ('22 )
1-2 Sindri Sigurjónsson ('43 )
1-3 Trausti Þráinsson ('53 )
1-4 Eiríkur Þór Bjarkason ('63 )
1-5 Alexander Aron Tómasson ('90 , Mark úr víti)

Kári 4 - 0 KV
1-0 Sigurjón Logi Bergþórsson ('27 )
2-0 Axel Freyr Ívarsson ('69 )
3-0 Helgi Rafn Bergþórsson ('82 )
4-0 Björn Darri Ásmundsson ('89 )


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner