Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fös 16. ágúst 2024 16:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Albert Guðmundsson til Fiorentina (Staðfest)
Mynd: Fiorentina
Mynd: Fiorentina
Albert Guðmundsson er formlega orðinn leikmaður Fiorentina. Ítalska félagið kynnir hann sem nýjan leikmann á samfélagsmiðlum sínum.

Í tilkynningu Fiorentina segir að hann verði formlega kynntur á fjölmiðlaviðburði í hádeginu á þriðjudag.

Albert kemur á láni frá Genoa og er Fiorentina með kaupmöguleika í þeim lánssamningi. Fiorentina greiðir Genoa 8 milljónir evra fyrir að hafa Albert í eitt tímabil og þarf svo að greiða 20 milljónir evra til viðbótar til að fá hann alfarið yfir.

Fiorentina á leik gegn Parma á morgun í 1. umferð ítölsku deildarinnar. Svo mætir liðið Puskas Academy í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn á fimmtudag gæti orðið fyrsti leikur Alberts fyrir Fiorentina.



Athugasemdir