Albert Guðmundsson er formlega orðinn leikmaður Fiorentina. Ítalska félagið kynnir hann sem nýjan leikmann á samfélagsmiðlum sínum.
Í tilkynningu Fiorentina segir að hann verði formlega kynntur á fjölmiðlaviðburði í hádeginu á þriðjudag.
Albert kemur á láni frá Genoa og er Fiorentina með kaupmöguleika í þeim lánssamningi. Fiorentina greiðir Genoa 8 milljónir evra fyrir að hafa Albert í eitt tímabil og þarf svo að greiða 20 milljónir evra til viðbótar til að fá hann alfarið yfir.
Fiorentina á leik gegn Parma á morgun í 1. umferð ítölsku deildarinnar. Svo mætir liðið Puskas Academy í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn á fimmtudag gæti orðið fyrsti leikur Alberts fyrir Fiorentina.
Í tilkynningu Fiorentina segir að hann verði formlega kynntur á fjölmiðlaviðburði í hádeginu á þriðjudag.
Albert kemur á láni frá Genoa og er Fiorentina með kaupmöguleika í þeim lánssamningi. Fiorentina greiðir Genoa 8 milljónir evra fyrir að hafa Albert í eitt tímabil og þarf svo að greiða 20 milljónir evra til viðbótar til að fá hann alfarið yfir.
Fiorentina á leik gegn Parma á morgun í 1. umferð ítölsku deildarinnar. Svo mætir liðið Puskas Academy í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn á fimmtudag gæti orðið fyrsti leikur Alberts fyrir Fiorentina.
Albert è Viola. ??#Fiorentina #Gudmundsson pic.twitter.com/3FWFuzQeDl
— ACF Fiorentina (@acffiorentina) August 16, 2024
Benvenuto a Firenze, Albert??????????????#forzaviola #fiorentina pic.twitter.com/UFRYfebkQQ
— ACF Fiorentina (@acffiorentina) August 16, 2024
Athugasemdir