Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fös 16. ágúst 2024 19:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bournemouth sækir arftaka Solanke fyrir metfé (Staðfest)
Mynd: Bournemouth

Brasilíski framherjinn Evanilson er genginn til liðs við Bournemouth frá Porto fyrir metfé.


Félagið 31,7 milljónir punda fyrir leikmanninn og ofan á það geta bæst 8,6 milljónir punda í árangurstengdum greiðslum sem er metfé.

Hann kemur til með að taka við af Dominic Solanke sem gekk til liðs við Tottenham en félagið borgaði 65 milljónir punda fyrir enska framherjann.

Evanilson lék 154 leiki fyrir Porto og skoraði 60 mörk. Hann gekk til liðs við portúgalska félagið frá brasilíska félaginu Tombense árið 2020.


Athugasemdir