Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fös 16. ágúst 2024 17:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Man Utd og Fulham: Mazraoui byrjar en De Ligt á bekknum
Noussair Mazraoui
Noussair Mazraoui
Mynd: Man Utd

Það er komið að þessu. Fyrsti leikur ensku úrvalsdeildarinnar fer fram í kvöld.


Manchester United fær Fulham í heimsókn en Noussair Mazraoui og Matthijs de Ligt gengu til liðs við félagið á dögunum frá Bayern. Mazraoui kemur beint í byrjunarliðið en De Ligt byrjar á bekknum.

Harry Maguire og Lisandro Martinez eru í miðverðinum. Amad Diallo og Mason Mount eru einnig í liðinu.

Emile Smith Rowe gekk til liðs við Fulham frá Arsenal í sumar en hann er í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik fyrir félagið í úrvalsdeildinni.

Man Utd: Onana; Mazraoui, Maguire, Martinez, Dalot; Casemiro, Mount, Mainoo; Amad, Fernandes, Rashford.
(Varamenn: Bayindir, De Ligt, Evans, Collyer, Eriksen, McTominay, Antony, Garnacho, Zirkzee)

Fulham: Leno, Tete, Diop, Bassey, Robinson, Lukic, Pereira, Smith Rowe, Traore, Iwobi, Muniz.
(Varamenn: Benda, Castagne, Cuenca, Reed, Cairney, King, Wilson, Raul, Stansfield.)


Athugasemdir
banner