Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fös 16. ágúst 2024 19:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dramatískur sigur hjá Elíasi í Íslendingaslag - Daníel Freyr lagði upp

Lyngby fékk Midtjylland í heimsókn í Íslendingaslag í dönsku deildinni í kvöld en Midtjylland vann dramatískan sigur.


Elías Rafn Ólafsson var á sínum stað í markinu hjá Midtjylland og þá voru Kolbeinn Finnsson og Sævar Atli Magnússon í byrjunarliði Lyngby.

Það stefndi í jafntefli en Midjylland náði 2-1 forystu með marki á sjöundu mínútu í uppbótatíma og þar við sat.

Midtjylland er á toppi deildarinnar með 11 stig eftir fimm umferðir en Lyngby er með tvö stig í 9. sæti.

Daníel Freyr Kristjánsson er á láni frá Midtjylland hjá Frederica sem leikur í næst efstu deild en hann lagði upp þriðja mark liðsins í 3-2 sigri gegn Roskilde í kvöld. Ari Leifsson lék allan leikinn þegar Kolding vann Horsens 1-0. Frederica er í 2. sæti með 12 stig eftir fimm umferðir en Kolding er í 5. sæti með 8 stig.

Þá vann Íslendingaliðið AB Kaupmannahöfn sinn fyrsta leik í C-deildinni í Danmörku þegar liðið lagði Helsingor 2-0. Ægir Jarl Jónasson og Ágúst Eðvald Hlynsson voru í byrjunarliðinu en Jóhannes Karl Guðjónsson er þjálfari liðsins. Liðið er með 4 stig í 3. sæti eftir þrjár umferðir.


Athugasemdir
banner
banner