
Enska úrvalsdeildin hefst í kvöld, veislan er að hefjast. Glugginn er hins vegar áfram opinn, lokar ekki alveg strax. Það helsta í fótboltaslúðrinu er tekið saman af BBC og er þessi samantekt í boði Powerade.
Man Utd hefur sagt danska miðjumanninum Christian Eriksen (32) að honum sé frjálst að finna sér nýtt félag í þessum mánuði og gæti hann farið á góðum afslætti. (Football Insider)
Man Utd er ekki með nein plön um að fá Frenkie de Jong (27) frá Barcelona. (Metro)
Atletico Madrid vill ganga frá sölu á Joao Felix (24) til Chelsea og kaupa Conor Gallagher (24) frá Chelsea fyrir næsta miðvikudag. (AS)
AC Milan hefur náð samkomulagi við Mónakó um kaup á Youssouf Fofana (25). Man Utd var einnig að skoða miðjumanninn. (Sky á Ítalíu)
Man Utd er í viðræðum við Burnley um möguleg kaup á Sander Berge (26).
West Ham hefur sent fyrirspurn á PSG um möguleikann á því að fá miðjumannin Carlos Soler (27) í sínar raðir. (Mail)
Mauricio Pochettino hefur samþykkt að taka við bandaríska karlalandsliðinu. Hann mun stýra liðinu á HM 2026. (ESPN)
Stoke City, Swansea og Oxford eru áhugasöm um að fá Max Johnston (20) frá Sturm Graz. (Football Insider)
Union Berlin og Getafe virtust leiða í kapphlaupinu um að fá sóknarmanninn Cameron Archer (22) á láni frá Aston Villa. (Fabrizio Romano)
Hann virðist þó vera að fara til Southampton þar sem hann og Lesley Ugochukwu, leikmaður Chelsea, eru í læknisskoðun hjá Southampton.
Chelsea hefur sett 60 milljóna punda verðmiða á Noni Madueke (22). Vængmaðurinn virðist ekki vera í plönum Chelsea. (Athletic)
Man City er í viðræðum við West Ham um kaup á framherjanum Divin Mubama (19). (Sky Sports)
Marcos Alonso (34) myndi elska að fara til Man Utd en hann er án félags eftir að samningurinn við Barcelona rann út í sumar. (Fabrizio Romano)
PSG er að hafa betur í baráttunni við Chelsea um Deseri Doue miðjumann Rennes. (ESPN)
Everton er að ræða við Napoli um möguleikann á því að fá Jens Cajuste (25) á láni. (TeamTalk)
Brighton hefur hækkað tilboðið sitt í Olivier Boscagli (26) varnarmann PSV. Hollenska félagið vill enn hærri upphæð. (Voetbal International)
Ipswich er í viðræðum við Chelsea um að fá Armando Broja á láni. Everton, Southampton og Stuttgart hafa einnig áhuga. (Sky Sports)
Newcatle hefur lagt fram sitt fjórða tilboð í Marc Guehi, miðvörð Crystal Palace. Newcastle bauð síðast 55 + 5 milljónir punda í enska landsliðsmanninn en Palace vill fá að lágmarki 65 milljónir punda. (Mail)
Athugasemdir