Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fös 16. ágúst 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Farinn frá Chelsea eftir einungis einn leik (Staðfest)
Diego Moreira gekk í raðir Chelsea síðasta sumar á frjálsri söu frá Benfica. Vængmaðurinn er tvítugur og skrifaði undir fimm ára samning.

Hann lék einn leik með Chelsea, leik í deildabikarnum í lok ágúst.

Hann var svo lánaður til Lyon og lék með franska liðinu fyrri hluta tímabilsins. Hann spilaði einungis sjö deildarleiki með Lyon og sneri aftur til Chelsea í janúar.

Hann kom ekkert við sögu með aðalliði Chelsea eftir endurkomuna en lék með U21 liði félagsins.

Í dag var hann svo tilkynntur sem nýr leikmaður Strasbourg. Strasbourg er systurfélag Chelsea, BlueCo, eigendur Chelsea, eiga einnig Strasbourg. Moreira skrifar þar undir fimm ára samning.


Athugasemdir
banner
banner