Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fös 16. ágúst 2024 13:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gallagher ekki með gegn City - 15 sem æfa ekki með aðalliðinu
Gallagher til Atletico?
Gallagher til Atletico?
Mynd: EPA
Hvað verður um Lukaku?
Hvað verður um Lukaku?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, staðfesti á fréttamannafundi í dag að Conor Gallagher verði ekki með liðinu gegn Manchester City á sunnudag.

Gallagher er sterklega orðaður við Atletico Madrid og var hann mættur til Madríd áður en babb kom í bátinn. Ekki hefur verið hægt að staðfesta skiptin vegna skorts á fjármagni hjá Atletico.

Félögin vonast enn til að ná samkomulagi og möguleiki er á því að Joao Felix fari til Chelsea frá Atletico Madrid sem hluti af kaupverðinu.

Maresca var með 28-29 manna hóp í æfingaferðinni í Bandaríkjunum en enn fleiri leikmenn eru á launaskrá félagsins. Hann segist ekki spá of mikið í stærð hópsins.

„Það eru núna leikmenn sem eru ekki hluti af hópnum, þeir æfa ekki með hópnum. Ef ég hugsa um að ég hef 43 leikmenn, það er líklega ekki mjög gáfulegt." Gallagher er ekki sá eini sem æfir ekki með hópnum, Trevoh Chalobah, Romelu Lukaku og Kepa Arrizabalaga eru dæmi um leikmenn sem æfa ekki með hópnum. Alls eru fimmtán leikmenn sem æfa ekki með aðalliðinu.

„Ég var að klára æfingu með strákunum núna og hugsa strax um æfinguna á morgun. Það er eina sem ég get stýrt."

„Spurningin hvort aðrir þurfi að fara til að skera niður hópinn er fyrir Paul og Laurence (sem stjórna leikmannamálum) sem eru að leita að lausnum fyrir aðra leikmenn. Ég stjórna því ekki, ef ég á að gera það, þá þarf ég að fá greitt tvöfalt,"
segir Maresca.
Athugasemdir
banner
banner