Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fös 16. ágúst 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Goretzka utan hóps hjá Kompany
Miðjumaðurinn Leon Goretzka verður ekki hluti af leikmannahópi Bayern München fyrir bikarleikinn gegn Ulm í kvöld.

Goretzka er heill heilsu og getur spilað, en Vincent Kompany, nýr stjóri Bayern, ákvað bara að velja hann ekki.

Um er að ræða fyrsta keppnisleik Kompany sem stjóra Bayern.

Goretzka er 29 ára miðjumaður sem hefur leikið með Bayern frá 2018 og alla jafna verið í mikilvægu hlutverki. Hann á þá að baki 57 landsleiki fyrir Þýskaland.

Þýskir fjölmiðlar velta nú fyrir sér hvort Goretzka verði í stóru hlutverki á komandi leiktíð með Bayern. Samkvæmt Sky er Goretzka þó staðráðinn í að vera áfram hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner