Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fös 16. ágúst 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland nær nýjum hæðum á heimslista FIFA
Icelandair
Ísland vann báða leikina sína í síðasta glugga.
Ísland vann báða leikina sína í síðasta glugga.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Íslenska kvennalandsliðið er í þrettánda sæti á styrkleikalista FIFA sem er besta staða sem liðið hefur náð.

Liðið hækkar um eitt sæti og fer upp fyrir Ástralíu sem féll um þrjú sæti.

Þrettánda sæti er besti árangur íslenska liðsins á listanum en fyrir það hafði liðið nokkrum sinnum náð fjórtánda sæti listans.

Ísland átti stórkostlegan landsleikjaglugga síðast þar sem liðið vann bæði sigur gegn Þýskalandi, 3-0, og gegn Póllandi á útivelli, 0-1.

Bandaríkin hafa endurheimt toppsætið af Spáni sem situr nú í þriðja sæti og Englendingar verma annað sætið. Frakkar falla um átta sæti og sitja nú í tíunda sæti listans.
Athugasemdir
banner