Tuchel og Terzic orðaðir við Man Utd - Sudakov til Lundúna? - Framherji Arsenal til Gladbach
   fös 16. ágúst 2024 11:24
Hafliði Breiðfjörð
KFA færir grannaslaginn í toppbaráttunni í Neskaupstað
SÚN völlurinn í Neskaupsstað.
SÚN völlurinn í Neskaupsstað.
Mynd: Guðlaugur Björn Birgisson
KFA tekur á móti Hetti/Huginn.
KFA tekur á móti Hetti/Huginn.
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Toppbaráttan í 2. deild karla er gríðarlega hörð og meðal sjö liða sem eru að berjast um sæti í Lengjudeildinni að ári eru tvö á austurlandi.

Það eru lið KFA sem er í 4. sæti deildarinnar með 28 stig, stigi frá 2. sætinu sem gefur sæti í Lengjudeildinni og lið Hattar/Hugins sem er einu stigi fyrir neðan þá í 5. sætinu. Framundan er nágrannaslagur af bestu gerð þegar liðin mætast næstkomandi miðvikudagskvöld.

Leikurinn er heimaleikur KFA sem hefur til þessa spilað heimaleiki sína í Fjarðabyggðarhöllinni en nú bregður svo við að leikurinn hefur verið færður í Neskaupstað. Þar á að spila á SÚN-vellinum sem er gervigrasvöllur.

SÚN völlurinn er gamli Norðfjarðarvöllur sem hefur verið endurnýjaður. Hann var breikkaður í suður, ný girðing og aðgangshlið sett upp, nýtt gervigras og fullkomið vökvakerfi, ný flóðlýsing og nýr upplýsingaskjár.

Upphaflega hafði völlurinn verið tekinn í notkun árið 1957 sem malarvöllur eða þar til SÚN, sem er Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupsstað, gaf gervigras á hann árið 2006. SÚN gefur nýju framkvæmdina til Fjarðabyggðar og íbúa Neskaupsstaðar.

Fyrir leikinn verður formleg vígsla vallarins en bæjarstjóri Fjarðabyggðar heldur ávarp ásamt fulltrúa SÚN. Í kjölfarið mun séra Benjamín Hrafn Böðvarsson blessa völlinn áður en leikur hefst. Frítt verður á leikinn og það sama má segja um leik kvennaliðsins, FHL sem mætir Grindavík á laugardaginn.

Miðvikudagur 21. ágúst
18:00 KFA - Höttur/Huginn (SÚN-völlurinn)

Staðan:
1. Selfoss - 35 stig
2. Víkingur Ó - 29
3. Völsungur - 29
4. KFA - 28
5. Höttur/Huginn - 27
6. Þróttur Vogum - 26
7. Haukar - 23
8. Ægir - 18
9. Kormákur/Hvöt - 18
10. KFG - 16
11. KF - 12
12. Reynir Sandgerði - 11
Athugasemdir
banner