Það er markalaust í hálfleik á Old Trafford þar sem Man Utd og Fulham eigast við í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili.
Bruno Fernandes fékk besta færið þegar hann komst einn í gegn eftir slæm mistök hjá Bernd Leno en Leno bjargaði andlitinu á sér með því að verja skot Fernandes.
Undir lok fyrri hálfleiks fékk Harry Maguire, miðvörður Man Utd, gult spjald fyrir að falla full auðveldlega til jarðar eftir viðskipti við Emile Smith Rowe í teig Fulham.
„Dýfa frá Harry Maguire var ekki á bingóspjaldinu mínu fyrir 2024/2025 tímabilið í úrvalsdeildinni," sagði Sam Blitz fréttamaður hjá Sky Sports.
#MUNFUL – 40’
— Premier League Match Centre (@PLMatchCentre) August 16, 2024
The referee issued a yellow card to Maguire for simulation. The VAR checked for a potential penalty and confirmed the referee’s call of a free-kick to Fulham.