Ange Postecoglou segir að Emerson Royal verði sárt saknað í herbúðum Tottenham en hann gekk til liðs við AC Milan á dögunum.
Þessi 25 ára gamli bakvörður kom aðeins við sögu í 22 leikjum í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en Postecoglou sagði að hann hafi verið mjög mikilvægur fyrir hópinn.
„Hann er frábær einstaklingur og frábær atvinnumaður. Þetta er ein af þeim ákvörðunum sem maður verður að taka þegar þú ert að reyna breyta hópnum. Hann var mjög vinsæll í hópnum. Hann spilaði ekki mikið í sinni uppáhaldsstöðu en þú veist ekki hvernig hann æfði á hverjum degi. Hann lagði mest af öllum á sig á æfingum," sagði Postecoglou.
„Hann er maður sem maður vill vera í kringum. Með stórt hjarta og elskaður af öllum en ég held að þetta sé frábært skref fyrir hann. Hann mun elska Milan, þetta er stórt félag, þetta er sigur fyrir hann og gerir okkur kleift að halda áfram að byggja upp hópinn."