
Það gekk ekki upp hjá Óskari Hrafni, þá þjálfara Breiðabliks, að fá leiknum í ágúst gegn Víkingi í fyrra frestað. Nú er Óskar orðinn þjálfari KR.

Koma Breiðabliks liðsins á rútu í Fossvoginn skömmu áður en leikurinn átti að hefjast mun seint gleymast.
Víkingur komst í gær áfram í umspilið um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar með því að leggja Flora Tallinn að velli í Eistlandi.
Víkingur mætir Santa Coloma frá Andorra í umspilinu og er Víkingur talsvert líklegra liðið fyrir fram til þess að fara áfram. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn í gær og var spurður út í hópinn og leikjaálagið.
Víkingur mætir Santa Coloma frá Andorra í umspilinu og er Víkingur talsvert líklegra liðið fyrir fram til þess að fara áfram. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn í gær og var spurður út í hópinn og leikjaálagið.
Lestu um leikinn: Flora Tallinn 1 - 2 Víkingur R.
Margir eru tæpir vegna meiðsla hjá Víkingi og þá voru Halldór Smári Sigurðsson, Matthías Vilhjálmsson og Pablo Punyed fjarri góðu gamni í gær. Framundan á næstu tveimur vikum er leikur gegn ÍA á mánudag, svo er heimaleikur gegn Santa Coloma, næst leikur gegn KR og svo leikur í Andorra.
Arnar er fæddur og uppalinn á Skaganum. Hann var spurður hvort hann myndi heyra í mönnum á Akranesi varðandi hvort hægt sé að fresta þeim leik.
„Nei. Ég held að við getum farið fram á eina frestun og þá held ég að leiknum við KR verði frestað, leikur sem er á milli leikjanna við Santa Coloma."
Ef af því verður þá mun Víkingur mæta ÍA, Santa Coloma 2x, Val og svo verður landsleikjahlé. Eftir landsleikjahlé tekur svo við bikarúrslitaleikur gegn KA. Spurning hvort KR - Víkingur fari fram í landsleikjahléinu?
Það verður fróðlegt að sjá hvort þetta gengur eftir. Margir muna eftir því að Breiðablik, sem þá var þjálfað af Óskari Hrafni Þorvaldssyni, reyndi að fá leik gegn Víkingi frestað í fyrra en án árangurs. Nú er Óskar þjálfari KR.
Ekki tókst að ná í Birki Sveinsson, mótastjóra KSÍ, við vinnslu þessarar fréttar. Leikur KR og Víkings á að fara fram 26. ágúst á heimavelli KR.
Arnar Gunnlaugsson verður ekki á hliðarlínunni í næstu þremur deildarleikjum Víkings vegna leikbanns.
Athugasemdir