Southampton hefur krækt í liðsstyrk frá Aston Villa því sóknarmaðurinn Cameron Archer er kominn til félagsins og skrifar undir fjögurra ára samning. Kaupverðið er sagt vera 15 milljónir punda.
Archer er 22 ára og er uppalinn hjá Aston Villa. Hann var keyptur til Sheffield United fyrir síðasta tímabil en eftir að Sheffield United féll sneri Archer aftur til Villa.
Archer er 22 ára og er uppalinn hjá Aston Villa. Hann var keyptur til Sheffield United fyrir síðasta tímabil en eftir að Sheffield United féll sneri Archer aftur til Villa.
Archer var hluti af enska U21 landsliðinu þar til á síðasta ári. Á síðasta tímabili skoraði hann fjögur mörk í 29 úrvalsdeildarleikum.
Archer getur tekið þátt í fyrsta leik Southampton á tímabilinu á morgun. Southampton ferðast til Newcastle og mætir þar heimamönnum í Newcastle United.
Another string to our bow ???? pic.twitter.com/GWw6lI7Ntj
— Southampton FC (@SouthamptonFC) August 16, 2024
Athugasemdir