Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fös 16. ágúst 2024 14:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Southampton kaupir Archer af Villa (Staðfest)
Southampton hefur krækt í liðsstyrk frá Aston Villa því sóknarmaðurinn Cameron Archer er kominn til félagsins og skrifar undir fjögurra ára samning. Kaupverðið er sagt vera 15 milljónir punda.

Archer er 22 ára og er uppalinn hjá Aston Villa. Hann var keyptur til Sheffield United fyrir síðasta tímabil en eftir að Sheffield United féll sneri Archer aftur til Villa.

Archer var hluti af enska U21 landsliðinu þar til á síðasta ári. Á síðasta tímabili skoraði hann fjögur mörk í 29 úrvalsdeildarleikum.

Archer getur tekið þátt í fyrsta leik Southampton á tímabilinu á morgun. Southampton ferðast til Newcastle og mætir þar heimamönnum í Newcastle United.

Athugasemdir
banner
banner