Fyrsta umferð spænsku deildarinnar hófst í gær með tveimur jafnteflum.
Celta Vigo er eina liðið til þessa til að næla í sigur en tveir leikir fóru fram í kvöld.
Iago Aspas var hetja Celta sem lagði Alaves af velli en hann skoraði sigurmarkið undir lok leiksins þegar hann komst einn í gegn eftir laglega sendingu frá Willot Swedberg.
Las Palmas og Sevilla skildu jöfn þar sem tvö sjálfsmörk litu dagsins ljós.
Sevilla komst yfir þeftir að Alex Suarez stýrði boltanum í sitt eigið mark eftir fyrirgjöf. Tanguy Nianzou jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks þegar hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark en það var keimlíkt fyrsta markinu.
Juanlu Sanchez sem var í leikmannahópi spænska landsliðsins sem varð Ólympíumeistari á dögunum kom Sevilla aftur yfir en Sandro Ramirez tryggði Las Palmas stig.
Celta 2 - 1 Alaves
0-1 Kike Garcia ('17 )
1-1 Williot Swedberg ('66 )
2-1 Iago Aspas ('84 )
Las Palmas 2 - 2 Sevilla
0-1 Alex Suarez ('25 , sjálfsmark)
1-1 Tanguy Nianzou ('42 , sjálfsmark)
1-2 Juanlu Sanchez ('61 )
2-2 Sandro Ramirez ('71 )