Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fös 16. ágúst 2024 22:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Olise lagði upp í bikarsigri Bayern
Mynd: Bayern München

Bayern komst örugglega áfram úr fyrstu umferð þýska bikarsins í kvöld eftir sigur á Ulm sem er án stiga eftir tvo leiki í næst efstu deild.


Thomas Muller sá til þess að Bayern var með 2-0 forystu í hálfleik. Michael Olise gekk til liðs við félagið frá Crystal Palace í sumar en hann kom inn á sem varamaður þegar um stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

Stuttu síðar átti hann sendingu inn á teiginn og Kingsley Coman mætti og setti boltann í netið. Harry Kane innsiglaði sigurinn með marki í uppbótatíma með skalla eftir fyrirgjöf frá Muller.

Bayern á enn eftir að spila einn æfingaleik gegn Grasshoppers áður en þýska deildin hefst en fyrsti leikur liðsins gegn Wolfsburg 25. ágúst.

Hallescher FC 2 - 3 St. Pauli
1-0 Cyrill Akono ('11 )
1-1 Johannes Eggestein ('48 )
2-1 Marius Hauptmann ('62 )
2-2 Adam Dzwigala ('90 )
2-3 Lars Ritzka ('110 )

Wehen Wiesbaden 1 - 3 Mainz
1-0 Tarik Gozusirin ('15 )
1-1 Dominik Kohr ('59 )
1-2 Jonathan Michael Burkardt ('113 )
1-3 Nadiem Amiri ('120 )

Wurzburger Kickers 5 - 7 Hoffenheim
1-0 Enes Kuc ('11 )
1-1 Ebrahim Farahnak ('18 , sjálfsmark)
2-1 Moritz Hannemann ('100 )
2-2 Marius Bulter ('107 )

Ulm 0 - 4 Bayern
0-1 Thomas Muller ('12 )
0-2 Thomas Muller ('14 )
0-3 Kingsley Coman ('79 )
0-4 Harry Kane ('90 )


Athugasemdir
banner
banner