Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fös 16. ágúst 2024 21:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„United þarf að refsa liðum meira"
Mynd: EPA

Joshua Zirkzee var hetja Manchester United í sínum fyrsta leik fyrir félagið þegar liðið vann Fulham í fyrsta leik úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili.


Bruno Fernandes fékk tvö dauðafæri í fyrri hálfleik en Bernd Leno sá við honum. Fulham fékk fína sénsa en fór illa með þá oft á tíðum.

Roy Keane, sérfræðingur hjá Sky Sports og fyrrum leikmaður Man Utd, segir að liðið þurfi að refsa liðum betur á tímabilinu. Þá hrósaði hann Zirkzee.

„United þarf að refsa liðum meira en vonandi kemur það. Þetta vaar fallega klárað hjá Zirkzee. Að skora í þínum fyrsta leik hjá nýju félagi er risastórt. Ákvarðanatökur Fulham og síðasta sendingin varð þeim að falli," sagði Keane.


Athugasemdir
banner
banner
banner