Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fös 16. ágúst 2024 16:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vestri fær spænskan miðjumann á þriðja degi eftir lok gluggans (Staðfest)
Mynd: Michigan
Vestri hefur fengið liðsstyrk fyrir endasprett tímablsins því Inaki Rodriguez er orðinn leikmaður félagsins. Hann getur spilað með liðinu gegn KR á morgun því félagaskiptin gengu í gegn í dag og leikheimildin tekur gildi á morgun.

Vestramenn voru vongóðir um að hafa náð að skila öllum pappírum rétt frá sér fyrir gluggalok og það hefur tekist. Glugginn lokaði á þriðjudagskvöld.

Hann er 24 ára Spánverji sem spilar framarlega á miðjunni. Hann er í raun fjórði leikmaðurinn sem Vestri fékk í glugganum.

Vestri fékk tvo markverði og svo danska miðjumanninn Jeppe Pedersen.

Vestri tekur á móti KR í fyrsta leik 18. umferðarinnar á morgun. Leikurinn hefst klukkan 14:00.

Tilkynning Vestra
Það er okkur sönn ánægja að kynna fyrir ykkur Iñaki Rodríguez, Iñaki er 24 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður sem kemur frá Spáni.

Iñaki hefur síðustu ár spilað í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og þar áður í Chile.

Við bjóðum Iñaki velkominn í Vestra

Athugasemdir
banner
banner
banner