Vestri hefur fengið liðsstyrk fyrir endasprett tímablsins því Inaki Rodriguez er orðinn leikmaður félagsins. Hann getur spilað með liðinu gegn KR á morgun því félagaskiptin gengu í gegn í dag og leikheimildin tekur gildi á morgun.
Vestramenn voru vongóðir um að hafa náð að skila öllum pappírum rétt frá sér fyrir gluggalok og það hefur tekist. Glugginn lokaði á þriðjudagskvöld.
Hann er 24 ára Spánverji sem spilar framarlega á miðjunni. Hann er í raun fjórði leikmaðurinn sem Vestri fékk í glugganum.
Vestri fékk tvo markverði og svo danska miðjumanninn Jeppe Pedersen.
Vestramenn voru vongóðir um að hafa náð að skila öllum pappírum rétt frá sér fyrir gluggalok og það hefur tekist. Glugginn lokaði á þriðjudagskvöld.
Hann er 24 ára Spánverji sem spilar framarlega á miðjunni. Hann er í raun fjórði leikmaðurinn sem Vestri fékk í glugganum.
Vestri fékk tvo markverði og svo danska miðjumanninn Jeppe Pedersen.
Vestri tekur á móti KR í fyrsta leik 18. umferðarinnar á morgun. Leikurinn hefst klukkan 14:00.
Tilkynning Vestra
Það er okkur sönn ánægja að kynna fyrir ykkur Iñaki Rodríguez, Iñaki er 24 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður sem kemur frá Spáni.
Iñaki hefur síðustu ár spilað í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og þar áður í Chile.
Við bjóðum Iñaki velkominn í Vestra
Athugasemdir