Willian tilkynnti með færslu á Instagram í dag að hann væri farinn frá Fulham. Samningur hans við félagið rann út í sumar.
Fjallað var um það í vor að stjórinn, Marco Silva, ætlaði sér að gera allt sem hann gæti til að halda Willian hjá félaginu en það tókst ekki.
Fjallað var um það í vor að stjórinn, Marco Silva, ætlaði sér að gera allt sem hann gæti til að halda Willian hjá félaginu en það tókst ekki.
„Ég vil þakka Fulham fyrir frábær tvö ár. Það var sérstakt að koma aftur í úrvalsdeildina og vera hluti af þesu sögufræga félagi og í kringum stórkostlega stuðningsmenn. Ég hef átt ótrúleg augnablik og þetta félag verður alltaf í hjarta mínu," segir Willian m.a. í færslu sinni.
Willian er 36 ára kantmaður sem hafði áður leikið með Chelsea og Arsenal á sínum ferli. Hann lék á sínum tíma 70 landsleiki fyrir Brasilíu.
Í 58 deildarleikjum með Fulham skoraði hann níu mörk.
Athugasemdir