Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fös 16. ágúst 2024 21:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Zirkzee í skýjunum - „Þetta gat ekki verið betra"
Mynd: EPA

Joshua Zirkzee skoraði sigurmark Manchester United gegn Fulham í sínum fyrsta leik fyrir félagið í kvöld.


Hann kom inn á sem varamaður þegar hálftími var eftir af venjulegum leiktíma og skoraði sigurmarkið eftir undirbúning Alejandro Garnacho.

„Þetta gat ekki verið betra, að vinna hérna í mínum fyrsta leik og að skora. Ég hef heyrt að þetta sé ein besta tilfinningin (að skora fyrir framan Stretford End á Old Trafford). Ég er lánsamur að hafa fengið að upplifa það í mínum fyrsta leik. Þetta er stórkostleg tilfinning," sagði Zirkzee.

„Stuðningsmennirnir áttu sigurinn skilið en það er fallegt að finna þessa auka tilfinningum. Mér líður vel hérna, þetta er frábær hópur. Við viljum afreka eitthvað frábært. Ég tek þetta inn dag frá degi."


Athugasemdir
banner
banner