Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 16. september 2019 19:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Matthías og félagar ekki unnið leik í rúma tvo mánuði
Mynd: Valerenga
Matthías Vilhjálmsson var í byrjunarliði Vålerenga þegar liðið tók á móti Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Matthías lék allan leiktímann fyrir Vålerenga sem tapaði leiknum óvænt, 1-0. Eina mark leiksins skoraði Jonathan Lindseth fyrir Sarpsborg undir lok fyrri hálfleiks.

Það hefur lítið gengið hjá Vålerenga upp á síðkastið og vann liðið síðast leik þann 5. júlí síðastliðinn.

Vålerenga er í áttunda sæti deildarinnar með 27 stig, en með sigrinum í kvöld komst Sarpsborg upp frá fallsvæðinu. Sarpsborg er núna í 12. sæti.

Í sænsku úrvalsdeildinni var Daníel Hafsteinsson ónotaður varamaður hjá Helsingborg í 2-0 tapi gegn Djurgården. Helsingborg er í 13. sæti af 16 liðum.
Athugasemdir
banner