Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   mið 16. september 2020 22:17
Anton Freyr Jónsson
Aron Elí: Félagarnir mínir hefðu mátt skora aðeins fleiri í dag
Lengjudeildin
Aron Elí Sævarsson var frábær í kvöld
Aron Elí Sævarsson var frábær í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara þvílíkt sáttur. Við vissum fyrir leikinn að þetta væri mjög mikilvægur leikur, þeir voru að narta í hælana á okkur og við þurftum sigurinn í dag, það er ekkert flóknara það." voru fyrstu viðbrögð Aron Elís leikmanns Aftureldingar.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  2 Afturelding

Afturelding stýrir leiknum frá fyrstu mínútu en lenda undir en sýna góðan karakter að koma til baka og klára leikinn.

„Já aðsjálfsögðu, sérstaklega þar sem við áttum að vera komnir yfir fyrir löngu. Í fyrri og í byrjun í seinni vorum við stanslaust í sókn og svekkjandi að fá þetta mark þarna á sig en karekterinn að koma til baka var mjög mikilvægur."

Aron Elí var frábær á vellinum í kvöld og var oft að koma liðsfélögum sínum í góðar stöður í kvöld. Var Aron Elí sáttur með sína spilamennsku í kvöld?

„Já í rauninni fyrir utan að gleyma honum þarna einu sinni í markinu þá hefðu félagarnir mínir mátt skora aðeins fleiri í dag en heilt yfir mjög sáttur."

Næsti leikur Aftureldingar er gegn Víkingi Ólafsvík í öðrum mikilvægum leik. Hvernig horfir framhaldið í deildinni við Aroni Elí

„Við eigum leik við liðin í kringum okkur núna á næstunni og það eru áfram mjög mikilvægir leikir, við viljum vera ofar en þessi lið. Mér finnst við vera sýna í leikjunum að við séum betri en við erum ekki alveg að skora mörkin þannig við verðum bara að klára þessa leiki sem eftir eru, þá getum við endað vonandi töluvert ofar"

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner