Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 16. september 2020 09:13
Magnús Már Einarsson
Emiliano Martinez til Aston Villa (Staðfest)
Aston Villa hefur gengið frá kaupum á Emiliano Martinez, markverði Arsenal.

Martínez er sagður kosta Aston Villa um 20 milljónir punda.

Talið er að Arsenal muni kaupa Rúnar Alex Rúnarsson frá Dijon til að fylla skarð Martinez.

Hinn 28 ára gamli Martinez skrifaði undir fjögurra ára samning við Aston Villa.

Martinez stóð sig vel með Arsenal undir lok síðasta tímabils en hann hjálpaði liðinu að landa bikarmeistaratitlinum.

Athugasemdir